Breytt fyrirkomulag á ESL Pro League

Skjáskot af nýja fyrirkomulaginu (neðra) samanborið við gamla (efra).
Skjáskot af nýja fyrirkomulaginu (neðra) samanborið við gamla (efra). Skjáskot/twitter.com/ESLCS

Fleiri breytingar hafa nú verið tilkynntar á ESL Pro League, en 14. tímabil þess hefst 16. ágúst. Breytingin nær til fyrirkomulags seinna stigs deildarinnar, eftir hópastigið, þar sem spilað verður öðruvísi úr niðurstöðum hópastigs en áður.

Ekki lengur hægt að komast beint í undanúrslit

Breytingin felur það í sér að sigurvegarar hópastigs munu ekki keppa innbyrðis til að sjá hvort þeir komist beint í undanúrslit í keppninni. Í staðinn munu hæstu lið úr hópastigi fara beint í átta liða úrslit. Enn munu þrjú lið úr hópastigi halda áfram á seinna stig deildarinnar.

Önnur breytingin á stuttum tíma

Er þetta önnur breyting sem á sér stað á deildinni á stuttum tíma, en fyrr í þessum mánuði var tilkynnt að deildin yrði ekki spiluð á Möltu eins og áætlað var heldur á netinu.

mbl.is