Alþjóðleg rafíþróttaráðstefna í september

Skjáskot/youtube.com/EpicSkillshotLoLVODLibrary

Rafíþróttaráðstefnan ESI Digital Summer 2021 verður haldin dagana 8. og 9. september. Viðburðurinn fer fram á netinu, og er áætlað að fleiri en 75 ræðumenn komi fram fyrir hönd fleiri en 100 landa. Rafíþróttaráðstefnur á vegum ESI Digital eru haldnar á hverju ári, og hingað til hafa þær notið vinsælda og komið vel út.

Háleit markmið og áhugaverðar lykiláherslur

Markmið viðburðarins er að koma saman sérfræðingum í rafíþróttum, íþróttum og alþjóðlegum vörumerkjum og fá þá til að ræða fjárfestingar, vistkerfi í rafíþróttum, menntun og fleira sem tengjast þeim málum. Lykiláherslur ESI Digital Summer 2021 eru fjórar; markaðssetning, fjárfesting, menntun og samfélag, og tengsl áhrifavalda í rafíþróttum.

Fjárfestingarkeppni haldin á ráðstefnunni

The Clutch er fjárfestingarkeppni sem haldin hefur verið áður á rafíþróttarástefnum ESI Digital. Keppnin í ár mun fara fram á ráðstefnunni í september og verður haldin í samstarfi við fyrirtækið Level256, ásamt því að vera stutt af Parísarborg og mun vinningshafi keppninnar fá pakka að andvirði 750 þúsund íslenskra króna í verðlaun.

Gjafir fyrir þátttakendur

ESI Digital Summer 2021 viðburðurinn mun bjóða upp á stafrænar gjafatöskur fyrir alla þátttakendur, en í töskunni verða ýmsir fríir hlutir auk afsláttamiða hjá fyrirtækjum sem koma að viðburðinum. Hver sem er getur fylgst með ráðstefnunni á netinu, hér getur þú keypt miða. Hægt er að finna fleiri upplýsingar um ráðstefnuna og dagskrá hér.

mbl.is