Hugsanlega lengsti leikur sem spilaður hefur verið á móti

Lokasekúndur „fyrri“ leiksins áður en leikjaþjónninn hrundi vegna lengdar leiksins.
Lokasekúndur „fyrri“ leiksins áður en leikjaþjónninn hrundi vegna lengdar leiksins. Skjáskot/youtube.com/esportz

Liðin F1LS Esports og Enigma Gaming gætu hugsanlega átt met í lengsta Valorant-leik á móti eftir leik liðanna á indverska ESPORTZ PREMIER SERIES-mótinu um helgina. Fór leikur liðanna upp í heilar 50 umferðir, og endaði 26-24 Enigma Gaming í vil. Samsvaraði þetta um 95 mínútum í spilatíma.

Vægast sagt óvenjulegt

Venjulegir Valorant-leikir miðast við best-af-25 umferðum, eða fyrstur-í-13, og tekur slíkur leikur u.þ.b. 45 mínútur að jafnaði ef hann helst jafn. Ef bæði lið ná 12 umferðum fer framlenging af stað þar sem lið verða að vinna tvær umferðir í röð til að vinna leikinn. Þrátt fyrir að þetta þýði að leikir geti í raun orðið endalausir hrynja þó leikjaþjónar leiksins eftir 90 mínútur af spilun og gerðist það vissulega í þessum leik. Setja þurfti leikinn upp á nýtt svo hægt væri að halda áfram.

Það er vægast sagt óvenjulegt að leikir haldi svona lengi áfram en t.a.m. þótti það merkilegt þegar tveir leikir á síðasta heimsmeistaramóti fóru í þrefalda framlengingu. Leikur F1LS og Enigma fór þó í hvorki meira né minna en þrettán framlengingar.

Hægt er að sjá þennan hnífjafna leik á youtubesíðu Esportz:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert