Öðlast hæfni á fleiri sviðum með þátttöku í rafíþróttafélagi

Myndin tengist fréttinni ekki.
Myndin tengist fréttinni ekki. Skjáskot/youtube.com/VICEAsia

Menntaskóli í Japan sem einungis er ætlaður stelpum heldur úti rafíþróttafélagi innan skólans. Í félaginu eru aðeins stelpur en það þykir sjaldgjæft í Japan, og í rauninni óþekkt að skólar einungis ætlaðir stelpum haldi úti slíkum félögum. Rafíþróttafélög eru almennt vinsæl innan skóla í Japan en í flestum tilfellum eru stelpur í miklum minnihluta.

Hæfni skiptir máli, óháð aldri og kyni

Stelpur á öllum aldri sem stunda nám við skólann mynda félagið. Stjórnandi félagsins, Mayu Mura, bendir á að það er hæfni sem skiptir máli, ekki kyn, og að það séu líka kvenkyns leikmenn í atvinnurafíþróttaliðum. 

Þykir það áhugavert að stelpur á mismunandi aldri séu saman í félagi, en í menntaskólum í Japan er greinilegt valdastig milli nemenda á mismunandi aldri. Það virðist hins vegar ekki stoppa stelpurnar í félaginu, og segjast þær finna fyrir jafnrétti milli félaga þó svo að það sé aldursmunur.

Stelpur í rafíþróttum.
Stelpur í rafíþróttum. Skjáskot/youtube.com/Kotaku

Öðlast hæfni á fleiri grundvöllum

Félagar rafíþróttafélagsins sem um ræðir eru allir sammála um að þátttaka þeirra í félaginu hafi hjálpað þeim með fleira en hæfni sína í rafíþróttum. Stelpurnar segjast hafa öðlast meiri félagslegrar hæfni ásamt því að þær eigi auðveldara með samskipti á öðrum sviðum eftir að þær gengu í félagið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert