Rúmlega 140.000 manns sáu myndbandið

Vífill Valdimarsson.
Vífill Valdimarsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Það mest spennandi sem ég er að gera um þessar mundir er að keppa í tölvurallýinu og dreymi um að keppa í alvörurallý“ segir Vífill Valdimarsson, einnig þekktur sem „Ashlander“, en hann hefur verið að keppa í ýmsum leikjum ásamt því að lýsa leikjum á mótum.

Lýsti leikjum á HRingnum

Vífill útskrifast úr tölvunarfræði í HR árið 2012 á sama ári var hann að skipuleggja League of Legends-mótið sem var haldið á HRingnum í fyrsta skiptið það ár. Hann keppti ekki á mótinu þar sem liðið hans var nánast hætt að keppa vegna þess að liðsmenn höfðu flestir snúið athygli sinni að námi eða fjölskyldu.

Þess í stað lýsti hann leikjunum, enda hefur hann mikla reynslu á keppnissenunni í LoL og þekkir leikinn mjög vel sem gaf áhorfendum góða innsýn á það hvað væri að gerast. Hann hafði mjög gaman að þessu og telur það hafa skilað sér í útsendingunni.

Stofnaði hóp sem þúsundir einstaklinga sitja í

Liðið hans hafði áður náð talsverðum árangri í leiknum League of Legends og var hápunkturinn hjá þeim þegar það var með efstu átta liðunum á evrópska mótinu Eurocup. Liðið keppti á móti SK Gaming sem var á þeim tíma eitt sterkasta lið Evrópu. Einnig má nefna að hann stofnaði Facebook-hópinn „Íslenska LoL Samfélagið“ ásamt einum öðrum en í þeim hóp má finna 4.3 þúsund einstaklinga.

Spilaði forútgáfu League of Legends

Vífill hefur spilað frá blautu barnsbeini og segir fyrstu tölvuna sem hann átti hafa verið „gömul grá NES-tölva með Super Mario Bros 3 sem ég fékk frá eldri bræðrum mínum“.

Hann byrjaði að spila forútgáfu League of Legends árið 2009 en þegar leikurinn kemur út þá fer hann að kynnast og spila með fleiri Íslendingum sem síðan mynduðu liðið sem hann spilaði með.

Fyrir tíma League of Legends var Vífill heltekinn af Starcraft 2 og voru hans fyrstu skref í fagmennsku tekin í þeim leik.
Vífill æfði sig og fylgdist m.a. með kennslumyndböndum á netinu. Sá sem Vífill fylgdist mest með var með vikulegan þátt á rásinni sinni sem hér „Funday Monday“ þar sem áhorfendur gátu sent inn myndbönd af leikjaspili sínu þar sem framfylgt var reglum sem þáttastjórinn samdi fyrir hverja viku.

Rúmlega 140.000 manns sáu myndbandið hans

Eina vikuna ákveður Vífill að taka þátt og vegna mismunandi tímabelta þá vakti Vífill fram eftir kvöldi og horfði á þáttinn til þess að athuga hvort að sín klippa yrði sýnd. Myndbandið hans vakti athygli þáttastjórans og var myndbandið hans sagt það eina sem áhugaverða og flotta úr fjölda innsendna myndbanda þá vikuna. Rúmlega 140.000 áhorf eru á myndbandið.

„þarna fór hakan algjörlega í gólfið og hjartað á fullt! Ég var varla að trúa þessu,“ sagði Vífill um þetta og má sjá þáttinn hér að neðan.

Athyglin öll á rallýinu í dag

Í dag er Vífill að keppa í tölvurallýi og stefnir á að halda því áfram, hann streymdi einnig frá sér að keppa í síðustu lokaumferð Kófmótsins. Hann segir það hafa komið sér vel á óvart hversu vinsælt tölvurallýið og er fjöldi keppenda þar sem keppa einnig í raunheimarallýi. Það hefur vakið innblástur hjá Vífli því hann dreymir nú um að keppa í rallýi í raunheimum líka.

Hér má finna twitch-rás Vífils.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert