880 milljónir króna í heildartekjur frá upphafi

Johan „N0tail“ Sundstein.
Johan „N0tail“ Sundstein. Skjáskot/youtube.com/BBCNews

Það er staðreynd að hægt er að afla hárra fjárhæða sem atvinnumaður í rafíþróttum. Sumir leikir bjóða upp á meiri tekjur en aðrir, en vegna sífellda breytinga á leikjum og í rafíþróttaheiminum almennt er erfitt að ákvarða hvaða leikir munu skila háum tekjum og hverjir ekki. Það er þó ljóst að leikurinn Dota 2 hefur skilað mestum tekjum til leikmanna.

Langmestar tekjur að fá í Dota 2

Er listi af fimmtíu tekjuhæstu rafíþróttaleikmönnum frá upphafi er skoðaður er greinilegt að Dota 2 er í framsætinu hvað varðar tekjur, en 43 leikmenn á þeim lista hafa aflað allra sinna tekna í rafíþróttum í leiknum. Þrír leikmenn á listanum hafa aflað tekna sinna í Fortnite og fjórir í Counter-Strike: Global Offensive.

Johan „N0tail“ Sundstein.
Johan „N0tail“ Sundstein. Skjáskot/youtube.com/BBCNews

Aflaði 45% heildartekna sinna á einu ári

Johan „N0tail“ Sundstein, 27 ára Dani, er tekjuhæsti rafíþróttamaður frá upphafi með rúmlega 880 milljónir íslenskrar króna í heildartekjur úr leiknum Dota 2. Hann aflaði 45% heildartekna sinna árið 2019. N0tail hefur aflað tekna sinna á 129 mótum í leiknum Dota 2. 

N0tail hefur verið sigursæll á ferli sínum og oft lent í fyrsta sæti með liðum sínum á stórmótum. Hann hefur spilað Dota 2 síðan árið 2012 og er nú fyrirliði liðs OG, en næsta stórmót á dagskrá hjá N0tail og liði hans er The International 10.

mbl.is