Upplifðu sveitasæluna í Sims

Grafík/EA Games

Sveitasæluna má finna í klassíska tölvuleiknum Sims þar sem tölvuleikjafyrirtækið EA Games gaf nýlega út viðbótina Cottage Living fyrir Sims 4-leikjaröðina.

Viðbótin býður spilurum upp á að byggja sinn eigin bóndabæ með tilheyrandi búnaði, búfé og verkefnum.

Ógn steðjar að búi

Nýr heimur fylgir viðbótinni og í honum leynast refir sem eiga það til að koma á bæinn og leita að mat en þá er það í verkahring bónda að vernda búfé sitt.

Mörg dýr á bænum

Spilarar hafa meðal annars kost á að hugsa um kýr, hænur og jafnvel lamadýr! Sims-persónur geta síðan átt samskipti við dýrin sín og vingast við þau.

Viðtökur hafa verið góðar á meðal spilara enda býður viðbótin upp á ýmsar nýjungar, litlar sem stórar.

Leikinn má kaupa á Steam sem og allar viðbætur hans.

mbl.is