Activision Blizzard missir styrktaraðila

Blizzard Entertainment, Inc. er dótturfélag Activision og er staðsett í …
Blizzard Entertainment, Inc. er dótturfélag Activision og er staðsett í Kaliforníu, Bandaríkjunum. Skjáskot/youtube.com/BlizzardEntertainment

Eins og fram hefur áður komið virðist allt vera í háalofti hjá fyrirtækinu Activision Blizzard. Upp er kominn mikill ágreiningur og hefur Kaliforníuríki farið í mál við fyrirtækið vegna þessa.

Missa styrktaraðila vegna ágreinings

Vegna þessa ágreinings og ónægju meðal aðdáenda hefur Blizzard misst styrktaraðila. Telecom T-Mobile hefur dregið styrki sína til deilda á vegum Blizzard í Overwatch og Call of Duty til baka vegna málsins. Ekki kæmi á óvart þótt fleiri styrktaraðilar drægju styrki sína til baka takist Blizzard ekki að leysa úr vandamálum sínum sem fyrst. 

Margir tölvuleikjaspilarar hafa tekið sig saman og skráð sig út af Blizzard-aðgangi sínum til að mótmæla þeim ágreiningi sem í gangi er.

mbl.is