Fnatic semur við tvo nýja leikmenn

Lið Fnatic er þeir sigruðu IEM Katowice 2018.
Lið Fnatic er þeir sigruðu IEM Katowice 2018. Skjáskot/youtube.com/ESLArchives

Fnatic hefur tilkynnt að Counter-Strike:Global Offensive lið þeirra hefur samið við tvo nýja leikmenn. Fram að þessu hefur Fnatic einungis samastaðið af sænskum leikmönnum í CS:GO, en nú er breyting þar á þar sem nýju leikmennirnir eru báðir breskir, þeir William „Mezii“ Merriman og Alex „ALEX“ McMeekin.

Fá til sín reyndan leiðtoga

ALEX hefur mikla reynslu sem leiðtogi í leiknum CS:GO og var það aðal ástæða þess að Fnatic vildi fá hann til liðs við sig. Fyrir þessa tilkynningu voru aðdáendur hræddir um að ALEX myndi færa sig alfarið yfir í leikinn Valorant. ALEX hefur áður spilað fyrir liðin Vitality og Cloud9 og gengið nokkuð vel í þeim mótum sem hann tók þátt í með þeim. Hann hefur verið óvirkur í einhvern tíma í CS:GO og gæti þurft einhvern tíma til að komast aftur af stað.

Fjölhæfur leikmaður með góða samskiptahæfni

Mezii er fjölhæfur spilari sem hefur frábæra samskiptahæfni sem er gríðarlega góður hæfileiki að hafa við spilun leiksins CS:GO. Fyrrverandi liðsfélagar hans tala vel um viðhorf hans og drifkraft. Mezii spilaði áður fyrir lið Cloud9 og Endpoint þar sem hann hefur staðið sig vel og verður áhugavert að fylgjast með gengi hans með liði Fnatic. 

Hvernig munu nýju leikmennirnir aðlagast liðinu?

Næsta stórmót í CSG:GO sem lið Fnatic tekur þátt í er ESL Pro League Season 14 sem byrjar síðar í ágústmánuði. Fnatic hefur gengið ágætlega uppá síðkastið og verður forvitnilegt að fylgjast með hvernig nýju leikmennirnir aðlagast liðinu.

mbl.is