Hefur ekki spilað síðan 1995

mbl.is/Á​sdís Ásgeirs­dótt­ir

Tölvuleikjaspilun leynist víða; þrátt fyrir að ekki eigi sér allir feril í íþróttinni þá hafa flestir prófað einn eða annan leik.

Páll Óskar á glæsilegan og farsælan feril í sviðslist en segir frá leikjum spiluðum á fyrri tíð.

Kláraði leikinn fyrir 26 árum

Seinasti leikur sem hann kláraði var Ren & Stimpy-leikur en Páll segist ekki muna á hvers kyns tölvu hann var spilaður. Enda nokkur ár síðan; hann kláraði leikinn árið 1995, fyrir 26 árum. 

„Þar á undan var bara Pac Man, Donkey Kong og þannig í spilasölum. Kúluspilin þar voru ævintýri líkust og ég fíla þau enn.“

Ljósmynd/Unsplash/Senad Palic

Fékk tölvu í fermingargjöf

Spilasalirnir voru þó ekki eini vettvangurinn þar sem krakkar gátu spilað heldur áttu margir hverjir Nintendo-vasatölvur sem hægt var að taka með sér hvert sem er.

Hann fékk Sinclair Spectrum 48k-tölvu í fermingargargjöf og spilaði m.a. Manic Miner og fleiri vinsæla leiki heima í herberginu sínu.

Kaus að ganga veg listarinnar

Tölvuleikir höfðuðu þó aldrei nægilega til Páls og fengu kvikmyndir, tónlist og sviðslistir alla hans orku og áhuga í staðinn. Það hefur aldeilis skilað sér og er Páll ánægður með að hafa valið þá leið enda hefur hann náð framúrskarandi árangri á sínu sviði.

mbl.is