Hlusta á notendur í stað þess að njósna um þá

Jón S. von Tetzchner, meðstofnandi og forstjóri Vivaldi.
Jón S. von Tetzchner, meðstofnandi og forstjóri Vivaldi. Ljósmynd/Vivaldi

Jón Von Tetzchner var frumkvöðull vafrans Óperu á árunum 1995 til 2011. Tveimur eftir að hann fór frá Óperu var nokkuð ljóst að vafrinn var á leiðinni í allt aðra átt en hann hafði reiknað með og þá taldi Jón þörf á nýjum vafra og stofnaði Vivaldi

Fyrsta útgáfa Vivaldi vafrans fór í loftið í apríl 2016 en nýjasta útgáfan, Vivaldi 4.1, fór í loftið núna í sumar. Vivaldi upp á þýðingu fimmtíu tungumála og þar á meðal íslensku en fimmtíu tungumál til viðbótar bætast við bráðlega. 

Styður við marga þjónustuaðila

Ásamt því er komin tilraunarútgáfa af pósthólfi, dagatali og lesara fyrir strauma. Á þann hátt er hægt að notast við Vivaldi til að lesa tölvupóst sem hýstur er hjá mismunandi þjónustuaðilum. Þannig getur þú lesið t.d. Gmailið þitt í gegnum Vivaldi en einnig notað vafrann til að fá pósta frá öðrum pósthólfum.

Dagatalið er einnig hægt að skoða frá mismunandi þjónustum sem og frá tölvunni sjálfri. Það er einfalt að halda skipulagi yfir fundi þar sem Vivaldi getur sýnt allan texta tengdum fundum í stað tveggja lína eins og oft er venjan.

Njósnar ekki um notendur sína

Keppinautar Vivaldi eru margir og þar með talin auglýsingafyrirtæki. Vivaldi býður nefnilega upp á innbyggða rakningarvörn og auglýsingavörn. Vafrinn safnar ekki gögnum um notendur þeirra og þar af leiðandi selur ekki gögnin þín til þriðja aðila, sér ekki síðurnar sem þú heimsækir eða hvað þú skrifar í vafranum. Þær upplýsingar vistast annaðhvort í tölvuna þína eða eru læstar.

„Við lítum á notendur sem vini okkar og okkur finnst ekki rétt að njósna um þá og viljum við heldur vera hliðhjálpir við að stöðva njósnir annarra,“ Segir Jón Von Tetzhner í samtali við MBL.

Í stað þess að safna gögnum um hvernig notendur nota vafrann segir fyrirtækið það hlusta frekar á notendur og byggir þá eiginleika og sveigjanleika sem notendur óska og sækjast eftir.

Mynd/Vivaldi

Fínpússar eiginleikana áður en nýir koma

Vivaldi einblínir á að fínpússa það sem vafrinn hefur upp á að bjóða eins og er, til dæmis póstinn, dagatalið og lesarann fyrir strauma sem eru í tilraunaútgáfu núna. Síðan mun fyrirtækið halda áfram að bæta við nýjungum í vafrann og fínpússa þá eiginleika í framhaldi.

Hér má sjá þægilegt skipulag sem vafrinn býður upp á.
Hér má sjá þægilegt skipulag sem vafrinn býður upp á. Mynd/Vivaldi

Allir geta notað Vivaldi vafrann og má nefna að Vivaldi býður upp á að hanna vafrann á persónulegan máta, hvernig vafrinn virkar og lýtur út. Enda er vafrinn hannaður til þess að leita nýrra leiða, fínstilla og uppgvöta hvað vafri getur boðið upp á.

Þægilegt þegar unnið er með marga hluti í einu

Til dæmis getur Vivaldi sýnt fleiri síður hlið við hlið og notast við vefspjöld sem gera mikið notaðar vefsíður aðgengilegri. Tölvuleikjaspilarar til dæmis hafa kost á völ að fylgjast með fleiru en einu spjallstreymi samtímis á meðan blaðamenn geta nálgast rannsóknarvinnu sína á þægilegri máta. Þannig getur Vivaldi aðlagað sig að þörfum hvers og eins á þægilegan og einfaldan máta.

Vafrinn hefur sumsé hina ýmsu möguleika og er sífellt að bæta við sig uppfærslum og nýjungum sem notendum er kleift að sníða algjörlega eftir þörfum eins og getið var hér að ofan. 

Tekið af vefsíðu Vivaldi.
Tekið af vefsíðu Vivaldi. Grafík/Vivaldi
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert