Upplifðu ævintýri í hlutverki kattar

Tölvuleikurinn Stray.
Tölvuleikurinn Stray. Skjáskot/youtube.com/IGN

Leikurinn Stray er óvenjulegur tölvuleikur sem áætlað er að gefinn verði út snemma árs 2022. Upphaflega átti leikurinn að koma út árið 2021 en hefur útgáfunni verið frestað.

Upplifðu illa farna stórborg í hlutverki kattar

Stray er einspilaraleikur gefinn út af fyrirtækinu Annapurna Interactive. Leikmenn fara í hlutverk kattar sem ráfar um illa farna tæknilega stórborg og upplifir ýmis ævintýri. Kötturinn er einmana og illa farinn, en einnig laumusamur og fimur sem gagnast honum er hann reynir að flýja hættulega borgina. Hann eignast vini er hann leitar leiða til að komast í burtu frá illa farinni borginni og finna fjölskyldu sína.

Stórbrotin grafík

Er grafíkin í leiknum stórbrotin og ætti að gera upplifun spilara ógleymanlega er þeir ráfa um stórborg í hlutverki kattar. Það má fullyrða að um óvenjulegan leik er að ræða, enda sjaldgjæft að hægt sé að setja sig í hlutverk kattar í tölvuleikjum. Leikinn Stray verður hægt að spila á Playstation 4, Playstation 5 og tölvur með stýrikerfi Microsoft Windows.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert