Fjórðungsúrslit ESL Pro League hefjast í dag

ESL Pro League tímabil 14.
ESL Pro League tímabil 14. Grafík/ESL

Úrslitakeppni Counter-Strike:Global Offensive-mótsins ESL Pro League Season 14 hófst í gær. Keppt var í fjórum riðlum á mótinu, en þrjú efstu lið hvers riðils komust áfram í úrslitakeppnina.

Tólf lið komust upp úr riðlakeppni

Liðin sem enduðu í efsta sæti í sínum riðli fóru beint í fjórðungsúrslit, en annað og þriðja sætið í hvorum riðli kepptu milli sín í fyrstu umferð úrstlitanna sem fram fór í gær. 

Fjórðungsúrslit hefjast á leik OG og NiP

Fjórðungsúrslit verða leikin í dag og á morgun, en í dag mæta OG liði Ninjas in Pyjamas og Gambit Esports mætir Team Vitality. Á morgun mæta Natus Vincere liði ENCE, og Heroic mætir Team Liquid. 

Úrslitaviðureignin spiluð sunnudaginn 12. september

Sigurvegarar þessara fjagra viðureigna komast svo áfram í undanúrslit sem leikin verða 11. september. Úrslitaviðureignin verður spiluð sunnudaginn 12. september.

Allar viðureignir eru spilaðar best-af-3, nema úrslitaviðureignin sem verður spiluð best-af-5.

Hægt er að fylgjast með viðureignum sem framundan eru á Twitch rás ESL CS:GO.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert