Keppnisbanni Sinatraa aflétt

Jay Won með nýju kærustunni, Emmyuh.
Jay Won með nýju kærustunni, Emmyuh. Ljósmynd/twitter.com/emmyuh

Rafíþróttamaðurinn Jay Won, einnig þekktur undir rafheitinu „Sinatraa“, var ásakaður og ákærður um ofbeldi í vor af fyrrverandi kærustu sinni, Cleo Hernandez.

Málið fór strax í ferli

Sinatraa var tafarlaust látinn stíga til hliðar á meðan rannsókn málsins stóð af yfirvöldum og Riot en vegna ósamvinnuþýði við Riot af hálfu Sinatraa var hann settur í sex mánaða keppnisbann. Þar af leiðandi tók Sinatraa ekki þátt í meistaramóti Valorants með liðinu sínu Sentinels sem haldið var hér á Íslandi í vor.

Staðgengill Sinatraa ekkert síðri leikmaður

Í stað Sinatraa fengu Sentinels lánaðan leikmanninn Tyson Ngo frá Cloud9 en hann spilar undir rafheitinu „TenZ“. Leikmannaskiptin gengu vonum framar þar sem TenZ var kosinn verðmætasti leikmaðurinn að móti loknu. Sentinels keyptu síðan TenZ á 150 milljónir inn í liðið.

Banni aflétt

Opinber fréttaaðgangur á Twitter frá Valorant birti tíst í dag þar sem tilkynnt var að keppnisbanni Sinatraa væri aflétt en forvitnilegt er að vita hvert leiðir hans liggja í dag og hvort hann muni halda áfram að keppa í tölvuleiknum Valorant.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert