Ástæður þess að tölvuleikir ættu að vera notaðir við kennslu

Ljósmynd/Ralston Smith

Tölvuleikir eru vinsælir meðal ungs fólks allstaðar í heiminum. Hægt er að læra margskonar hluti í tölvuleikjum, séu þeir notaðir rétt. Kennarar geta notað tölvuleiki sem tól í kennslu, og notið góðs af því sem þeir hafa uppá að bjóða. Það er í rauninni hægt að nota tölvuleiki í hvað sem er, svo innleiðing leikja í menntakerfið er vel möguleg.

Tölvuleikir geta hjálpað nemendum með STEM námsgreinar

Þegar talað erum STEM námsgreinar er verið að tala um vísindi, tækni, verkfræði og stærðfræði. Ein aðalástæða þess að nemendur eiga erfitt með þessar námsgreinar eru erfiðleikar með flest sem tengist reiknivísindum. 

Gerðir hafa verið tölvuleikir sem hjálpa nemendum við frekari skilning í reiknivísindum. Rannsókn hefur sýnt fram á að slíkir leikir hafa bætt getu nemenda í reiknivísindum. Með því að kynna nemendur snemma fyrir slíku efni í gegnum tölvuleiki er hægt að hafa áhrif á námsárangur nemenda til frambúðar.

Tölvuleikir gefa nemendum þekkingu á reynslutengdu námi

Margar starfsgreinar í dag þarfnast hæfileika til skapandi verkefnalausna, og er þann hæfileika hægt að þjálfa með tölvuleikjum. T.d. er leikurinn DragonBox Algebra er góður til þjálfunar í verkefnalausnum, en leikurinn snýst um að leysa stærðfræðidæmi í fantasíuheimi. Einnig getur sá leikur stuðlað að gagnrýnni hugsun.

Til er fjöldinn allur af leikjum sem snúast um raunveruleg störf, og verkefnalausnir tengdum þeim. Með spilun slíkra leikja geta nemendur sett sig í ýmis hlutverk sem geta veitt þeim reynslu á mismunandi starfssviðum. Nemendur læra mikið á því að gera hlutina, og með reynslutengdu námi í gegnum tölvuleiki er hægt að veita þeim þekkingu sem erfitt er að ná í venjulegum skólastofum.

Tölvuleikir kenna nemendum að læra af mistökum

Með spilun tölvuleikja geta nemendur lært að gera mistök á öruggan hátt, en flestir vita að það er mikilvægt að geta tekið mistök í sátt og læra af þeim. Flestir leikir bjóða spilurum uppá valmöguleikann að reyna aftur þegar mistök eru gerð. 

Í bókinni „The Art of Failure“ skrifar Jesper Juul að það að tapa í tölvuleikjum er hluti af því sem gerir þá svo grípandi. Ef leikmaður gerir mistök og finnst hann ekki standa sig vel getur hann strax reynt aftur og bætt þannig færni sína. Er þetta mikilvægur hæfileiki sem getur nýst einstaklingum í daglegu lífi, og því mikilvægt að venja nemendur á það að gera mistök og læra af þeim snemma.

Nemendur halda sig frekar við efnið

Með því að innleiða tölvuleiki í nám er hægt að gera upplifun þeirra skemmtilegari á vissan hátt. Þegar nemendur hafa áhuga á því sem er verið að gera eru þeir líklegri til að hugsa um efnið, verða forvitnir og sýna meiri áhuga. Það eitt og sér veitir nemendur betri upplifun af náminu. Margir nemendur hafa áhuga á tölvuleikjum, og er tilvalið tækifæri að nýta sér áhuga þeirra á uppbyggilegan hátt.

Það er auðveldara fyrir kennara að halda nemendum við efninu í skólastofunni heldur en þegar kemur að heimavinnu. Hægt er að nota tölvuleiki til að halda nemendum við efnið þegar kemur að heimavinnu með því að setja fyrir ýmis verkefni sem krefjast þess að spila ákveðna leiki.

Leikir gera flókið efni skemmtilegra

Menntakenningar fullyrða að ekki sé hægt að veita nemendum þekkingu, heldur þurfa þeir að byggja þekkingu í eigin huga. Nemendur byggja nýja þekkingu á því sem þeir hafa lært áður. Lotukerfið er gott dæmi um það, margir nemendur eiga í erfiðleikum með að læra það utanaf, en eiga í alls ekki í erfiðleikum með að muna svipaða uppsetningu hluta í tölvuleikjum, t.d. í Pokémon. 

Ekki eru allir tölvuleikir sem hægt er að læra af hannaðir með menntun ofarlega í huga. Pokémon var t.d. ekki hannaður með menntun í huga, en hönnun leiksins getur auðveldlega verið notuð til að hanna tölvuleiki sem gætu nýst í kennslustofum til að kenna flókið efni, s.s. lotukerfið. 

mbl.is