Natus Vincere sigrar fjórtanda tímabil ESL Pro League

S1mple, leikmaður Natus Vincere.
S1mple, leikmaður Natus Vincere. Ljósmynd/ESL

Nú er fjórtanda tímabili ESL Pro League í leiknum Counter-Strike:Global Offensive lokið. Natus Vincere enduðu uppi sem sigurvegarar mótsins eftir að hafa sigrað Team Vitality í lokaúrslitum.

Fimm leikja úrslitaviðureign

Natus Vincere mætti Team Vitality í lokaúrslitaviðureigninni sem fram fór á sunnudag. Það lið sem var fyrst að sigra þrjú kort varð sigurvegarinn, en leikar enduðu 3-2 fyrir Natus Vincere. 

Rúmlega 25 milljónir króna í sigurverðlaun

Með sigrinum heldur lið Natus Vincere heim á leið með 25,4 milljónir íslenskra króna. 

Næsta stórmót í Counter-Strike:Global Offensive er IEM XVI Fall sem hefst í lok september, en bæði Team Vitality og Natus Vincere munu mæta til leiks þar, þó á sitthvoru landsvæðinu.

mbl.is