Safn í Bretlandi opnar Animal Crossing sýningu

Animal Crossing
Animal Crossing Flickr/BagoGames

Í Sheffield í Bretlandi er National Videogame Museum, oft kallað NVM, safn sem leyfir gestum að spila, kanna og búa til tölvuleiki. Markmið safnsins er að fræða gesti, m.a. um tölvuleikjaheiminn, samfélagið og sögu.

Rafræn sýning

Nú hefur safnið opnað Animal Crossing sýningu sem aðgengileg er á netinu. Animal Crossing er einn vinsælasti Nintendo Switch tölvuleikurinn um þessar mundir. 

Á sýningunni er hægt að skoða reynslusögur leikmanna sem spiluðu Animal Crossing í heimsfaraldri. Leikurinn kom út í mars 2020, á sama tíma og útgöngubann vegna heimsfaraldurs hófst í mörgum löndum. Segja má að leikurinn hafi komið út á fullkomnum tíma í tengslum við það, en margir nýttu sér tækifærið og spiluðu leikinn á meðan þessum tíma stóð.

Reynslusögur leikmanna sem spiluðu þegar meirihluti jarðarbúa eru nú aðgengilegar á vef safnins. Sögurnar sýna hráan raunveruleika spilara í heimsfaraldri og eru áhugaverðar. 

Fjölskyldan getur tekið þátt í afþreyingu

Safnið sjálft er áhugavert og býður uppá ýmsa valmöguleika. Hægt er að nálgast námskeið á vegum safnins á netinu, ásamt því sem þau bjóða uppá heimsóknir skólahópa og tækifæri fyrir fjölskyldur til að njóta afþreyingar saman. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert