Skýrsla Riot Games um fjölbreytileika opinberuð

Grafík/Riot Games

Árlega skýrsla Riot Games um fjölbreytileika innan fyrirtækisins eða D&I herferðarinnar var birt nýlega á heimasíðunni þeirra af Angela Roseboro, yfirmanni fjölbreytileikastefnu fyrirtækisins.

Gáfu loforð og stóðu við það

„Þegar við hófum D&I herferðina gáfum við ykkur loforð um að við myndum halda ykkur upplýstum um árangurinn,“ segir Roseboro í tilkynningunni sem kann að geyma bæði afrek fyrirtækisins jafnt sem áskoranir sem fyrirtækið stendur enn fyrir.

„Í hreinskilni sagt hefur þetta ár verið mjög krefjandi. Heimsfaraldurinn knúði okkur til þess að hugsa og bregðast við á annan hátt og í rauntíma. Við höfum átt erfið samtöl sem hafa fengið okkur til þess að horfa inn á við.“

Afrek og áskoranir opinberaðar

Riot Games hefur aukið framfæri kvenna og minnihlutahópa en 29% einstaklinga í framkvæmdastjórn eru kvenmenn og 22% eru fulltrúar minnihlutahópa. Meðal þeirra eru nokkrir einstaklingar í mikilvægum stjórnendastöðum í mismunandi deildum.

Meðal margra afreka fyrirtækisins Riots má nefna að yfir 33.000 áhorfendur fylgdust með fyrstu VCT Game Changers mótinu sem var þeirra fyrsta kvennamót í fyrstu persónu skotleiknum Valorant.

Hinsvegar vil fyrirtækið leggja meiri áherslu á að auka fjölbreytileika, ekki bara í leikjunum sjálfum heldur einnig þeim sem koma að gerð þeirra og þátttöku.

Nánari upplýsingar um skýrsluna má nálgast í tilkynningunni sjálfri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert