Alþjóðleg keppni í hermikappastri hefst í október

Skjáskot úr leiknum iRacing.
Skjáskot úr leiknum iRacing. Skjáskot/youtube.com/iRacing

Mótið „Road to Cup of Nations“ hefst í október og er áætlað að úrslitakeppnin fari fram í byrjun desembermánaðar. Keppt er í hermikappakstri í mótinu þar sem þjóðir mætast og keppast um titilinn.

Keppt í leiknum iRacing

Mótið í ár mun bera nafnið BenQ MOBIUZ Cup of Nations og verður haldið af VCO. Keppt er í leiknum iRacing og hefjast leikar á undankeppnum sem fram fara í október þar sem leikmenn frá öllum heimshornum geta tekið þátt.

Fjórir leikmenn frá hverju landi geta tekið þátt í úrslitakeppnina sem fram fer í byrjun desember, en sextán lönd komast í úrslitakeppnina.

mbl.is