Heimsmet í Tetris slegið í miðjum leik við Íslending

Grafík/Tetris

Bandarískur leikmaður undir rafheitinu „Jounce“ sló heimsmetið í hinum klassíska tölvuleik Tetris í gær er hann spilaði við íslenskan leikmann undir rafheitinu „OdinnLogi06“.

Jounce var með 1.62 milljónir stiga í enda leiks en það var um þrefalt fleiri stig en OdinnLogi06 sem hafði endað leikinn sinn með 500.000 stigum. Leikmenn kepptu í mánaðarlegum viðburði í Classic Tetris. Haft eftir fréttasíðunni Ginx.

Beiting fjarstýringunnar skiptir öllu máli

Jounce spilaði með NES leikjafjarstýringu og náði þessum ótrúlega hraða og árangri með því að notast við aðferðina „Cheez’s grip“ sem snýr að beitingu leikjafjarstýringunnar og er þróuð útfrá annari aðferð sem kallast ýmist „rúllun“ eða „flyheccing“.

Nafnið „Flyheccing“ er dregið af nafni leikmannsins sem uppgvötaði aðferðina, Héctor Rodríguez einnig þekktur undir rafheitinu „Fly“.

Hér að neðan má sjá myndband um beitingu leikjafjarstýringa á þessa máta.

Styttist í heimsmeistaramótið

Jounce tókst að hreinsa 351 raðir í leiknum og endaði með 1.62 milljónir stiga eins og fyrr var getið en þar með hækkaði hann heimsmetið um rúmlega 130.000 stig.

Heimsmeistaramótið í Classic Tetris er að renna í garð og áhugavert verður að fylgjast með því og hvort að Jounce muni keppa með ótrúlegri frammistöðu sem þessarri.

mbl.is