Staðfestur útgáfudagur Dying Light 2

Sýnishorn úr leiknum Dying Light 2 Stay Human.
Sýnishorn úr leiknum Dying Light 2 Stay Human. Skjáskot/youtube.com/IGN

Leikurinn Dying Light 2 Stay Human hefur verið lengi í bígerð. Útgefendur leiksins hafa í sífellu seinkað útgáfudegi leiksins og valdið aðdáendum vonbrigðum. Nú hafa þeir hinsvegar gefið út nýjan útgáfudag og segjast ætla standa við hann í þetta skipti.

Fyrsti leikurinn naut mikilla vinsælda

Fyrri Dying Light leikurinn kom út árið 2015 og naut mikilla vinsælda. Nokkrir aukapakkar fyrir leikinn voru gefnir út í kjölfarið og hafa útgefendur gefið út uppfærslur reglulega síðan þá.

Vinsældir fyrsta leiksins gerðu það að verkum að aðdáendur hafa beðið spenntir eftir nýjum og betri leik. Nú hefur verið staðfest að Dying Light 2 Stay Human kemur úr 4. febrúar 2022.

Byðjast afsökunar á mikilli seinkun

Í tilkynningu Techland, útgefanda Dying Light leikjanna, byðjast þeir afsökunar á sífellum seinkunum útgáfudags Dying Light 2 Stay Human en segja að nýja dagsetningin standi og verði ekki seinkað frekar.

Aðdáendur fá að sjá úr leiknum á næstunni, en fjölmiðlar og efnishöfundar fá í hendur prufueintök bráðlega til að auglýsa leikinn frekar og sýna úr honum. 

Stærsta verkefni sem teymið hefur unnið að

Einnig segir í tilkynningunni að teymi Techland vinni hörðum höndum að því að fullkomna nýja leikinn. Sé þetta stærsta og umsvifamesta verkefni sem teymi hefur nokkurntíman unnið að. Vilji þeir mæta væntingum aðdénda og þurfi örlítið lengri tíma til að fínpússa smáatriði.

Dying Light 2 Stay Human kemur út 4. febrúar

Búist er við að þessi nýji leikur, Dying Light 2 Stay Human, muni njóta vinsælda og bjóða spilurum uppá frábæra upplifun. Ekki láta þennan magnaða leik fram hjá þér fara er hann kemur út 4. febrúar 2022.

mbl.is