Bestu framherjarnir í FIFA 22

Lewandowski trónir á toppi listans yfir bestu framherja leiksins FIFA22.
Lewandowski trónir á toppi listans yfir bestu framherja leiksins FIFA22. AFP

Nú fer að líða að því að leikurinn FIFA 22 komi út, en leikurinn kemur út þann 26. september næstkomandi. Fyrri FIFA leikir-hafa notið vinsælda og er ekki við öðru búist en að nýi leikurinn geri það sama. En hverjir eru stigahæstu framherjar nýjasta leiksins?

Bestu framherjarnir

Leikmannalisti leiksins hefur ekki verið gefinn út, en 22 stigahæstu leikmenn leiksins hafa þó verið tilkynntir og hér koma bestu framherjarnir ef marka má stigagjöf þeirra í framherjastöðu.

Robert Lewandowski

Lewandowski hefur flest framherjastig í leiknum, en hann hefur 92 stig. Þessi Pólverji er leikmaður Bayern Munchen í Þýskalandi og fyrirliði pólska landsliðsins. 

Leikmannaspjald Robert Lewandowski í FIFA22.
Leikmannaspjald Robert Lewandowski í FIFA22. Grafík/EA

Cristiano Ronaldo

Ronaldo er ef til vill frægasti fótboltamaður heims, en hann er leikmaður Manchester United og leikmaður portúgalska landsliðsins. Hann hefur 91 framherjastig í FIFA 22 og er því í öðru sæti yfir bestu framherja leiksins.

Leikmannaspjald Cristiano Ronaldo í FIFA22.
Leikmannaspjald Cristiano Ronaldo í FIFA22. Grafík/EA

Kylian Mbappe

Með jafnmörg stig og Ronaldo, hefur Mbappe 91 framherjastig í leiknum. Þessi ungi franski fótboltamður spilar með liði PSG ásamt því að hann spilar fyrir franska landsliðið. 

Leikmannaspjald Kylian Mbappe í FIFA22.
Leikmannaspjald Kylian Mbappe í FIFA22. Grafík/EA

Harry Kane

Hinn breski Kane spilar með Tottenham í ensku úrvalsdeildinni, ásamt því að vera fyrirliði enska landsliðsins. Hann hefur 90 framherjastig í FIFA 22 og er í fjórða sæti listans yfir stigahæstu framherjana.

Leikmannaspjald Harry Kane í FIFA22.
Leikmannaspjald Harry Kane í FIFA22. Grafík/EA

Romelu Lukaku

Í fimmta sæti situr Lukaku með 88 framherjastig. Lukaku er belgískur fótboltamaður sem spilar með liði Chelsea.

Leikmannaspjald Romelu Lukaku í FIFA22.
Leikmannaspjald Romelu Lukaku í FIFA22. Grafík/EA
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert