Hundrað milljónir renna til styrktar Splitgate

Grafík/1047 Games/Splitgate

Tölvuleikjafyrirtækið 1047 Games hefur hlotið hundrað milljónir bandarískra dala í styrk fyrir tölvuleikinn þeirra Splitgate.

Splitgate leikurinn er ókeypis leikur sem IGN hefur lýst sem „Halo kynnist Portal“ en hann er byggður á vísindaskáldskap og er keppnisbundinn, fyrstu persónu skotleikur.

Hér að neðan má horfa á kynningarmyndband af leiknum.


Fyrirtækið heldur tryggð við samfélagið

Framkvæmdarstjóri og stofnandi 1047 Games, Ian Proulx, einnig þekktur sem „CardinalSoldier“, gaf frá sér tilkynningu varðandi þennan styrk á Twitter síðu Splitgate leiksins þar sem hann skýrir meðal annars frá því hvernig þessi styrkur geti nýst þeim og fullvissar leikmenn um að fyrirtækið hafi ekki verið að selja sig til „stóru strákanna“.

Proulx segir að með þessu fjármagni geti fyrirtækið meðal annars boðið upp á betri og örari uppfærslur á leiknum ásamt því að geta lagað gloppur á skemmri tíma. Leikurinn mun geta stutt sig við fleiri leikmenn og gerðir leikjatölva.

Rétt að byrja

„Litla teymið okkar hefur afrekað margt með litlu og við erum spennt að sýna ykkur hvað við getum gert með meiri skotkrafti. Við munum leggja áherslu á að gerast næsta stóra AAA leikjastúdíó næstu mánuðina á meðan við höldumst trú og trygg okkar rótum sem indí teymi sem setur samfélagið okkar í forgang. Við erum bara rétt að byrja og getum ekki beðið eftir að sýna ykkur allt sem við höfum planað,“ segir Proulx í tilkynningunni sem kom fram á Twitter.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert