Söfnuðu 6,5 milljörðum fyrir verkefni tengd heilsu og tölvuleikjum

Grafík/Statespace

Fyrirtækið Statescape, sem framleiðir æfingaáætlanir fyrir rafíþróttaleikmenn, hefur náð langt á sínu sviði. Statescape bjó til æfingakerfið „Aim Lab“ sem snýst um að þjálfa skotmið leikmanna í hvaða tölvuleik sem er, ásamt því að þeir bjóða uppá heilsuæfingaátlanir.

Söfnuðu 6,5 milljörðum króna

Statescape, staðsett í New York í Bandaríkjunum, trónir á toppi á markaði fyrirtækja sem framleiða æfingaáætlanir fyrir tölvuleiki og heilsu. Fyrirtækið hefur nú safnað 6,5 milljörðum íslenskra króna til að stækka fyrirtækið enn frekar og efla þau verkefni sem fyrirtækið vinnur að gagnvart frekari áætlunum tengdum heilsu og tölvuleikjum.

Hefur fyrirtækið einnig nýlega hafið samstarf með taugatæknifyrirtækinu Kernel ásamt háskólum og munu þau með samstarfsaðilum auka umsvif verkefna á grundvelli stafrænnar heilsu. 

Fyrirtækið einblínir á heilsu samhliða tölvuleikjaspilun

Eru þetta góðar fréttir vegna þess að fyrirtækið er að gera mikilvæga hluti varðandi heilsu tölvuleikjaspilara. Flestir vita að það er lykilatriði að huga að heilsu til að ná langt í hverju sem er í lífinu og er mikilvægt að hafa það í huga þegar kemur að athöfnum sem ekki fela í sér líkamlega hreyfingu, s.s. tölvuleikjaspilun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert