Kim Kardashian líkt við tölvuleikjapersónu

Kim Kardashian á Met Galakvöldinu.
Kim Kardashian á Met Galakvöldinu. AFP

Athygli hefur beinst að Kim Kardashian vegna klæðnaðar hennar á Met Galakvöldinu sem fram fór fyrr í vikunni. Aðdáendur leiksins Call of Duty voru fljótir að líkja henni við persónu í leiknum vegna klæðnaðar hennar.

Líkt við persónu í Call of Duty

Kim Kardashian var klædd í svartan kjól sem huldi hana frá toppi til táar. Persónan Roze í leiknum Call of Duty er svipað klædd, en hún er í svörtum heilgalla sem hylur hana líkt og Kim Kardashian á Met Galakvöldinu. 

Aðdáendur leiksins fylltu samfélagsmiðla af samanburðarmyndum Kim og Roze til að vekja athygli á þessu. Hefur Kim Kardashian á nýliðinu Met Galakvöldi verið líkt við aðrar persónur úr tölvuleikjum og ýmsu sjónvarpsefni vegna klæðnaðar hennar. 

mbl.is