Tveggja milljarða króna styrktarsamningur

Styrktarsamningur Crypto.com og Fnatic felur í sér tæpa 2 milljarða …
Styrktarsamningur Crypto.com og Fnatic felur í sér tæpa 2 milljarða íslenskra króna AFP

Rafmyntafyrirtækið Crypto.com hefur síðastliðna mánuði gert samninga við stór íþróttafélög staðsett víðsvegar um heim. Nú hefur fyrirtækið breitt úr sér enn frekar og hafið viðskipti í rafíþróttum. 

Í samstarf með rafíþróttaliði Fnatic

Fyrirtækið Crypto.com tilkynnti samstarf sitt með rafíþróttalið Fnatic, og er það í fyrsta sinn sem Crypto.com fer í alþjóðlegt samstarf með rafíþróttafélagi.

Um er að ræða styrktarsamning sem felur í sér tæpa 2 milljarða íslenskra króna og nær til næstu fimm ára. Með samningnum getur Crypto.com boðið aðdáendum Fnatic uppá nýjar leiðir til að borga með rafmynt, ásamt því að geta boðið uppá ýmsar rafrænar vörur eins og NFT mynt (e. non-fungible token). 

Sögulegur viðburður fyrir Crypto.com

Aðdáendur Fnatic munu einnig í kjölfar samstarfsins fá aðgang að varningi sem ekki verður í boði fyrir almenning, s.s. varning frá öðrum samstarfsaðilum Crypto.com. Merki Crypto.com og vörumerki þeirra munu vera áberandi á treyjum Fnatic á meðan samstarfinu stendur. 

Er þetta í fyrsta sinn sem Crypto.com styrkir rafíþróttastarf af einhverju tagi, eftir að hafa einblínt síðustu mánuði á venjulegar íþróttir. Má því segja að um sögulegan viðburð sé að ræða í sögu Crypto.com.

Segir í tilkynningu um samstarfið að rafíþróttalið Fnatic muni njóta góðs af samstörfum Crypto.com með öðrum fyrirtækjum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert