Flatadeildin í League of Legends hafin

Skjáskot úr leik lilpeepo5head og DN Gaming í Flatadeildinni í …
Skjáskot úr leik lilpeepo5head og DN Gaming í Flatadeildinni í League of Legends. Skjáskot/twitch.tv/rafithrottir

Þarsíðustu helgi hófst íslenska úrvalsdeildin í League of Legends. Fóru fram tvær umferðir í deildinni í gærkvöldi, en einnig var kynnt nýtt nafn deildarinnar. Heitir deildin nú Flatadeildin 2021 og þar keppast átta bestu League of Legends landsins um Íslandsmeistaratitilinn í League of Legends.

Deildin spiluð á sunnudagskvöldum

Í deildinni í haust verða leiknar tvær umferðir af svokölluðu „round robin“ þar sem öll lið mætast tvisvar sinnum. Allir leikir deildarinnar eru spilaðir best-af-1, sem þýðir að liðin sem mætast spila aðeins einn leik. 

Tvær umferðir eru leiknar öll sunnudagskvöld, og þar sem átta lið spila í deildinni þýðir það að deildarkeppni spilast á sjö vikum. Tekur við úrslitakeppni eftir deildarkeppni sem verður auglýst síðar.

Fyrsta útsending í gærkvöldi

Fyrsta útsending deildarinnar var í gærkvöldi, en þar spiluðu XY.esports á móti Fylki, og lilpeepo5head á móti DN Gaming. Sigruðu XY.esports og lilpeepo5head sína leiki, og eru því bæði lið taplaus á toppi deildar.

Sýnt verður beint frá tveimur leikjum öll sunnudagskvöld meðan deildin er í gangi, en útsendingar verða á Twitch rás RÍSÍ.

Staðan í Flatadeildinni í League of Legends eftir viku tvö.
Staðan í Flatadeildinni í League of Legends eftir viku tvö. Grafík/Flatadeildin

XY.esports og lilpeepo5head taplaus á toppnum

Hafa nú öll lið spilað fjóra leiki, en aðeins tvö lið hafa sigrað alla sína fjóra leiki. Liðin XY.esports og lilpeepo5head eru á toppi deildarinnar með átta stig hvor, en fast á eftir fylgir liðið DN Gaming með sex stig. 

Fylkir esports og Vita LoL deila fjórða og fimmta sætinu með fjögur stig, en Musteri er með tvö stig í sjötta sætinu. Liðin Pongu og Charge esports sitja saman á botni deildarinnar með engin stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert