Breytingar á tölvuleiknum World of Warcraft

Grafík/Blizzard

Tölvuleikjafyrirtækið Blizzard hefur verið að gera ýmsar breytingar á tölvuleiknum World of Warcraft í kjölfar lögsókna og nýrra stjórnarmanna.

Nafnabreytingar á afrekum

Spjallþráðurinn IcyVeins tók eftir breytingum á afrekum sem hægt er að vinna sér inn í leiknum. Eitt afrekið hét áður „My Sack is Gigantique“ en heitir nú „My Storage is Gigantique“ þar sem hitt þótti of kynferðislegt.

Leikmenn geta unnið sér inn þetta afrek með því að setja á sig bakpoka að nafni „Gigantique“ frá óspilanlegri persónu innanleikjar sem heitir Haris Pilton, í höfuðið á stórstjörnunni Paris Hilton. Haris Pilton myndi síðan spyrja leikmenn „is your sack Gigantique“ á krá í Shattrath borginni.

Annað afrekið innanleikjar hefur fengið nýtt nafn, afrek sem áður hét „Bros before Ho Ho Ho’s“ en heitir nú „Holiday Bromance“. Leikmenn gátu unnið sér inn það afrek með því að nota mistilteina á átta óspilanlegar persónur þar sem „Brother“ var hluti af nafni þeirra. Þessi tvö afrek eru hvoru tveggja úr heimi Alliance.

Siðsamlegri málverk

Spjallþráðurinn Wowhead tók einnig eftir því að tvö málverk sem finnast innanleikjar hafa tekið á sig nýja mynd. Annað málverkið sem áður var af konu sem lá fáklædd á hlið hefur verið skipt út fyrir málverk af ávaxtaskál.

Seinna málverkið var af konu sem klædd var í kirtil með V-laga hálsmál sem beindi athyglinni að stórum brjóstum hennar en myndinni hefur verið breytt og er hún nú siðsamlegar klædd og ekki eins kynferðisleg.

Hér að neðan má sjá breytingar á málverkunum.

Skjáskot/Wowhead/Blizzard
Skjáskot/Wowhead/Blizzard



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert