Gera sjónvarpsþætti byggða á tölvuleik

Skjáskot úr tölvuleiknum The Last of Us.
Skjáskot úr tölvuleiknum The Last of Us. Skjáskot/The Last of Us

Tölvuleikurinn The Last of Us hefur notið mikilla vinsælda víða um heim frá því að fyrsti leikur leikjaraðarinnar kom út árið 2013. Bandaríski sjónvarpsþáttaframleiðandinn HBO vinnur nú að gerð sjónvarpsþátta sem byggja á sögu leiksins. 

Hefur útgáfudagur þáttanna ekki verið tilkynntur, en talið er að þættirnir muni koma út í júní á næsta ári og um verði að ræða tíu þætti í fyrstu þáttaröðinni.

Flýja harðráðið sóttkvíarsvæði

Verða þættirnir byggðir á atburðum sem gerast í tölvuleiknum og eru líkur á að öðru efni verði bætt við söguna. Ekki er víst hvort að fyrsta þáttaröðin muni einungis þekja atburði fyrsta leiksins The Last of Us, eða hvort að atburðir úr The Last of Us 2 muni koma þar við sögu.

„Þættirnir gerast 20 árum eftir að nútíma þjóðmenningu hefur verið útrýmt. Joel, einn þeirra sem komst lífs af, er ráðinn til að koma Ellie, 14 ára stelpu, út af harðráðu sóttkvíarsvæði. Verkið átti í upphafi að vera auðvelt en verður fljótt hrottaralegt og verður ferðalag þeirra á flótta átakanlegt.“ er haft eftir tilkynningu HBO um þættina.

Tekur þátt í leikstýringu þáttanna

Er athygli vakin á því að leikstjóri tölvuleiksins, Neil Druckman, er skráður meðal fimm leiksýtrenda þáttanna. Er því ljóst að samstarf útgefenda þáttanna og tölvuleikjaútgefanda gengur vel.

Aðdáendur bíða spenntir eftir útkomunni, og má búast við vönduðum þáttum sem unnir eru með samstarfi milli tveggja ólíkra heima.

mbl.is