TimTheTatman til liðs við Complexity Gaming

TimTheTatman (fyrir miðju) til liðs við Complexity Gaming.
TimTheTatman (fyrir miðju) til liðs við Complexity Gaming. Skjáskot/twitter.com/TimTheTatman

Hinn bandaríski Tim „TimTheTatman“ Betar er vinsæll streymir, en hann streymir aðallega leiknum Call of Duty:Warzone.

TimTheTatman streymir á YouTube rás sinni þar sem hann hefur fjórar milljónir fylgjenda. Hann var með sjö milljónir fylgjenda á Twitch, en hætti nýlega þar til að færa sig yfir á YouTube.

Skrifaði undir samninginn í gær

Hefur TimTheTatman notið mikilla vinsælda um allan heim fyrir streymi sín og það efni sem hann framleiðir tengdu leiknum Warzone. Hann skrifaði undir samning við rafíþróttafélagið Complexity Gaming í gær, en hann hefur aldrei áður verið hluti af slíku félagi.

Complexity Gaming er staðsett í Norður-Ameríku og er partur af GameSquare Esports, sem er umboðsskrifstofa á vegum Dallas Cowboys.

Munu TimTheTatman, Complexity Gaming og GameSquare í sameiningu vinna að því að margvíslegum verkefnum, s.s. tengdum varningi, viðburðum sem snúast um að hitta TimTheTatman, og jafnvel samstarfi með íþróttamönnum og frægum einstaklingum. 

Fyrsta sinn í samstarf við rafíþróttafélag

Eins og fyrr segir er þetta í fyrsta sinn sem TimTheTatman hefur samstarf með rafíþróttafélagi, og er ljóst að um feng er að ræða fyrir Complexity Gaming þar sem TimTheTatman er gríðarlega vinsæll á sínum vettvangi.

mbl.is