Tomaszkiewicz til starfa við MMO leik á vegum Riot Games

Skjáskot/Twitter/Riot Games

Tölvuleikjafyrirtækið Riot Games hefur nú fengið til sín frásagnahöfundinn Mateusz Tomaszkiewicz til þess að vinna í MMO (Massive Multiplayer Online Game) tölvuleik en gerð leiksins hefur verið í umræðunni um dágóðan tíma.

Mateusz Tomaszkiewicz tilkynnti á Twitter rás sinni að hann muni vinna með Riot Games að þessum tölvuleik. Hann hefur mikla reynslu að baki en hann vann mikið við gerð tölvuleikjanna Cyberpunk2077, The Witcher og Thronebreaker.

Fullkominn í verkefnið 

Greg Street, verkfræðingur (e. engineering and Procurement) MMO verkefnisins hjá Riot Games svaraði tístinu og segir þar að hann hafi lengi dáðst að vinnu Mateusz og býður hann glaður velkominn til Riot Games. Jafnframt telur hann eiginleika Mateuszar vera fullkomna í MMO verkefnið sem Riot Games stendur fyrir.

Enn lausar stöður

„Við vitum að það þarf marga einstaklinga til þess að búa til MMO leik, og við munum þurfa þokkalega stórt lið ef við ætlum að gefa Runaterra líf. Þar kemur þú inn," stendur á vefsíðu Riot Games.

Atvinnuauglýsing hengur uppi á vefsíðu Riot Games þar sem áhugasamir geta sótt um störf við uppbyggingu og gerð leiksins. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert