Ný uppfærsla í Counter Strike

Skjáskot/counter-strike.net

Nýjasta uppfærsla leiksins Counter-Strike:Global Offensive fór í loftið í gær. Meðal ýmissa breytinga í leiknum hófst ellefta athöfn (e. operation) leiksins, sem nefnist Operation Riptide.

Meiriháttar breytingar á leiknum

Nokkrar meiriháttar breytingar voru gerðar á leiknum. Vegg hefur verið bætt við kortið Dust 2 sem hindrar það að leikmenn á T hlið kortsins geti séð CT leikmenn þvera tvöföldu hurðina í miðju kortsins. 

Nú verður einnig hægt að láta handsprengjur niður falla án þess að virkja þær, í þeim tilgangi að láta liðsfélaga eða óvini taka þær upp og bæta við vopnabúr sitt.

Önnur breytinging sem uppfærslan hefur í för með sér er að líkamsskaði byssunnar M4A1-S eykst, en líkamsskaði skammbyssunnar Deagle minnkar. Hafa skammbyssurnar Duelies lækkað í verði, sem er fagnaðarefni fyrir marga spilara.

Nýjar útlitslínur

Með nýju athöfninni, Operation Riptide, kom einnig ný kista sem heitir sama nafni og athöfnin. Inniheldur nýja kistan mörg ný útlit á byssur leiksins, og er hægt að sjá allt innihaldið hér að neðan. 

Ásamt þeim útlitum sem hægt er að fá í Operation Riptide kistunni bætast við nýju útlitslínurnar Train 2021, Mirage 2021, Dust 2 2021 og Vertigo 2021. 

Hér má sjá öll þau útlit byssa sem kistan Operation …
Hér má sjá öll þau útlit byssa sem kistan Operation Riptide inniheldur. Skjáskot/counter-strike.net

Fáðu verðlaun fyrir að leysa verkefni

Nýjum kortum hefur verið bætt við einungis til spilunar í athöfninni Operation Riptide, og verða leikmönnum falin ýmis verkefni sem hægt er að leysa til þess að fá verðlaun. Leikmenn fá tækifæri til að velja þau verðlaun sem þeir vilja, en m.a. verður hægt að velja útlit byssa úr nýju útlitslínunum.

Hægt er að sjá fleiri upplýsingar um nýju uppfærsluna og athöfnina, ásamt útlitum byssa og hnífa í nýju útlitslínunum hér

mbl.is