Klassískir leikir væntanlegir á Nintendo Switch

Nintendo Switch.
Nintendo Switch. Skjáskot/youtube.com/DetroitBORG

Bráðlega verða klassískir Nintendo 64 og Sega Genesis tölvuleikir aðgengilegir til spilunar á Nintendo Switch tölvum í gegnum áskriftarþjónustu á vegum Nintendo.

Ný áskriftarþjónusta á leiðinni

Ný áskriftarþjónusta sem fyrirtækið kallar „Nintendo Switch Online + Expansion Pack“ mun bjóða Nintendo Switch notendum upp á að spila ýmsa klassíska leiki sem áður voru spilaðir á tölvunum Nintendo 64 og Sega Genesis. Sú þjónusta mun hafa öll grunnkjör Nintendo Switch Online þjónustunnar ásamt aðgengi að klassískum og tímalausum leikjum.

Skjáskot/nintendo.com

Margir klassískir leikir innifaldir

Meðal Nintendo 64 leikja sem verða í boði fyrir áskrifendur verða Super Mario 64, Mario Kart 64, Yoshi’s Story og The Legend of Zelda: Ocarina of Time. Saga Genesis tölvuleikir sem verða aðgengilegir verða meðal annars Sonic The Hedgehog 2, Strider, Ecco The Dolphin, Shinobi III og fleiri.

Ekki er vitað hvað þjónustan mun kosta og eins hefur enginn útgáfudagur verið auglýstur en fyrirtækið áætlar að þjónustan verði aðgengileg seint í október.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert