Kexkaka selst á 130 þúsund krónur

Pokémon Oreo kexkökurnar sem um ræðir.
Pokémon Oreo kexkökurnar sem um ræðir. Skjáskot/ThePokémonCompany

Söfnun Pokémon-varnings hefur verið vinsæl gegnum tíðina og vakið mikinn áhuga fólks. Hafa sjaldgæfar Pokémon-vörur selst fyrir háar fjárhæðir, en nýjasta söfnunarvaran hefur vakið mikla athygli. 

Oreo-kexkökur skreyttar Pokémon-verum

Söfnunaráráttan virðast engan endi ætla að taka ef taka má mark af samstarfi fyrirtækisins Pokémon og kexframleiðandandans Oreo. Með samstarfinu framleiðir Oreo sextán kexkökur sem allar eru skreyttar með mismunandi Pokémon-verum.

Hafa safnarar víða um heim tekið upp á að safna kexkökunum. Þrátt fyrir að vera matvæli, sem endast skemur en aðrir safngripir, hafa kexkökur þessar selst fyrir háar fjárhæðir.

Þar sem um er að ræða sextán mismunandi kexkökur eru einhverjar þeirra sjaldgæfari en aðrar og meira virði.

Mew-kexkakan dýrust

Oreo-kexkakan sem skreytt er með hinum fræga og krúttlega Mew hefur mest virði meðal kexkakanna sextán. Hefur slík kaka selst á vef eBay fyrir 130 þúsund íslenskar krónur, og virðist verð hennar fara hækkandi ef marka má yfirlit yfir aðrar slíkar kökur á söluskrá.

Kökur skreyttar Charmander og Pikachu eru einnig sjaldgæfar, en þær hafa þó einungis selst fyrir 20 þúsund íslenskar krónur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert