Ráða fyrrum framkvæmdastjóra Schalke

Tim Reichert, fyrrum framkvæmdastjóri rafíþróttadeildar Schalke 04.
Tim Reichert, fyrrum framkvæmdastjóri rafíþróttadeildar Schalke 04. Skjáskot/youtube.com/FCSchalke04Esports

Fréttir bárust af því í sumar að rafíþróttadeild Schalke var löggð niður vegna fjárhagsvanda fótboltadeildar félagsins. Tim Reichert, fyrrum framkvæmdastjóri rafíþróttadeildar Schalke, hefur verið ráðinn til breska rafíþróttafélagsins EXCEL Esports.

Hefur margra ára reynslu af störfum í rafíþróttum

Tim Reichert var ráðinn til breska rafíþróttaliðsins EXCEL Esports sem framkvæmdastjóri, en áður hafði hann verið framkvæmdastjóri rafíþróttaliðsins Schalke 04. Hafði Reichert starfað hjá Schalke frá árinu 2016, en varð hann framkvæmdastjóri rafíþróttaliðsins árið 2018. 

Hefur Reichert mikla reynslu af störfum í rafíþróttum, og er ljóst að reynsla hans mun koma að góðum notum hjá EXCEL Esports. Hjá Schalke sinnti hann starfi sínu vel og tók mikinn þátt í uppbyggingu rafíþróttadeildar félagsins sem náði góðum árangri þar til hún var lögð niður.

mbl.is