Twitter semur við rafíþróttasamtök

Twitter fer í samstarf með rafíþróttasamtökum Emerge Esports.
Twitter fer í samstarf með rafíþróttasamtökum Emerge Esports. AFP

Samfélagsmiðillinn Twitter hefur nú hafið samstarf með rafíþróttasamtökum Emerge Esports frá Singapúr. Markmið samstarfsins er að efla samskipti í rafíþróttum í Suðaustur Asíu. Eins árs samstarfssamningur var gerður milli fyrirtækjanna.

Samstarfið veitir samtökunum tækifæri

Með samstarfinu mun Twitter bjóða Emerge Esports uppá sérstaka virkni í forritinu og veita tekjuöflunartækifæri í gegnum stúdíó samfélagsmiðilsins og Amplifly forrit þeirra. 

Twitter mun gefa atvinnurafíþróttamönnum Emerge Esports aðgang að virkni notuð er til að hafa samskipti við aðdáendur og efnishöfundar samtakanna fá frekari möguleika á tekjuöflun. Leikmenn liða og efnishöfundar Emerge Esports fá aðgang að tólum til að búa til myndbönd í góðum gæðum ásamt því að hafa möguleika á að streyma á samfélagsmiðlinum. 

Styrkja stöðu Twitter í rafíþróttaheiminum

„Twitter er spennt fyrir samstarfinu. Samstarfið er ekki aðeins ætlað til þess að styrkja rafíþróttir í Suðaustur Asíu, heldur einnig til að gefa spilurum tækifæri til þess að deila og sýna heiminum efni tengt rafíþróttum á Twitter.

Með samstarfinu leitumst við eftir því að styrkja stöðu Twitter í rafíþróttaheiminum með því að tengja saman rafíþróttaspilara hvaðan sem er í heiminum,“ er haft eftir Maurizo Barbieri, yfirmanni íþrótta- og rafíþróttasamstarfa í Asíu hjá Twitter.

Rafíþróttasamtök Emerge Esports fagna einnig samstarfinu og hlakka til að nýta sér aukin tækifæri. „Samstarfið mun ekki aðeins gera okkur kleift að búa til betra efni, heldur einnig gefa efnishöfundum okkar betri vettvang til að deila hugmyndum sínum og fá fleiri tækifæri,“ er haft eftir Roy Kek, forstjóra og stofnanda Emerge Esports.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert