Rafíþróttahöllin Arena opnaði í gær

Rafíþróttahöllin Arena opnaði í turninum í Kópavogi í gær.
Rafíþróttahöllin Arena opnaði í turninum í Kópavogi í gær. Ljósmynd/Arena

Rafíþróttahöllin Arena opnaði í turninum í Kópavogi í gær. Arena er nýr þjóðarleikvangur rafíþrótta á Íslandi og býður uppá frábæra aðstöðu til rafíþróttaiðkunar og tölvuleikjaspilunar.

Gestir ánægðir með aðstöðuna

„Það gekk ótrúlega vel í gær. Allir sem komu voru ánægðir með aðstöðuna og búnaðinn sem við bjóðum uppá. Fólk er ennþá að uppgvöta staðinn og við búumst við því að það verði mikið að gera í dag og um helgina. 

Við hlökkum til að leyfa fólki að prófa og erum spennt að taka á móti gestum. Við miðum að því að búa til vinalega og skemmtilega stemningu fyrir allan aldur og eru allir velkomnir,“ segir Sigurjón Steinsson, framkvæmdastjóri Arena.

Allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi

Hægt er að finna eitt­hvað við sitt hæfi hvort sem maður er tölvu­leikja­spil­ari í leit að af­drepi til að spila í ró­leg­heit­um í flottri aðstöðu, hóp­ur sem vill spila sam­an í gömlu góðu sófa­st­emn­ing­unni eða ár­ang­urs­miðaður rafíþróttamaður eða -lið sem læt­ur ein­ung­is bjóða sér það besta.

Veitingastaðurinn Bytes samtengdur Arena

Veitingastaðurinn Bytes er samtengdur Arena og opnaði hann á sama tíma. Gestum býðst að panta þar ríku­leg­ar pítsur, sam­lok­ur og aðra rétti.

Hægt er að njóta matar og drykks í veitingasal staðarins, en einnig er hægt að panta veitingar í gegnum snjallsímaforrit og fá hann alla leið í sæti við tölvurnar á staðnum. 

Tölvur af nýjustu gerð og salir til útleigu

Aðstaðan í Arena er til fyrirmyndar og eru PC-tölvurnar allar af nýjustu gerð, ásamt því að PlayStation 5 tölvur eru á staðnum. Hægt er að leigja sali fyrir hópa með PC-tölvum og VIP-herbergi með PlayStation 5 tölvum og stórum sófa. 

Meta Production stúdíó er hluti af Arena, en stúdíóið er samstarfsverkefni Rafíþróttasamtaka Íslands og Arena. Gestir Arena geta fylgst með framleiðslu í upptökuveri í gegnum glugga sem staðsettur er í aðalrými staðarins. 

Margir viðburðir á döfinni

Margir viðburðir eru á döfinni hjá Arena s.s. Tekken mót, CS:GO Major Watch Partý og Íslandsmót í Starcraft 2, en frekari upplýsingar um viðburðina er að finna á heimasíðu Arena

Sýnt verður frá heimsmeistaramótinu í League of Legends, sem fram fer í Laugardal, á skjáum í rýmum staðarins á daginn meðan mótið er í gangi.

Arena er opið sunnudaga til fimmtudaga frá klukkan 12:00 til 01:00, og föstudaga og laugadaga frá klukkan 12:00 til 03:30. Hægt er að bóka tíma og finna fleiri upplýsingar um staðinn á heimasíðu Arena.

Er opnun staðarins fagnaðerfni fyrir rafíþróttaleikmenn og tölvuleikjaspilarar á Íslandi. Kíktu við í Arena og spilaðu þína uppáhalds leiki í fallegu og vinalegu umhverfi. 

mbl.is