Milljónir að veði í Laugardalshöll

Mótið er á pari við Wimbeldon-mótið í tennis og Tour …
Mótið er á pari við Wimbeldon-mótið í tennis og Tour de France hjólreiðakeppnina. Ljósmynd/Riot Games

Aðalkeppni heimsmeistaramótsins í tölvuleiknum League of Legends hefst í dag í Laugardalshöllinni og verða fyrstu leikir í riðlum keppninnar spilaðir. Mótið er eitt það stærsta í rafíþróttaheiminum og þykir á pari við Wimbledon-mótið í tennis og Tour de France hjólreiðakeppnina. Ráðgert er að hundruð milljóna manna fylgist með.

Ekki er aðeins keppt um heiðurinn en verðlaunafé keppninnar hljóðar upp á tæpar 300 milljónir. Það hefur ekki allt gengið snurðulaust fyrir sig í undirbúningi keppenda fyrir mótið en sumir hafa kvartað undan lélegri nettengingu og rafmagnsvandamálum.

Keppnin er talin gríðarlegt tækifæri fyrir Ísland til að festa sig í sessi í hinum ört stækkandi rafíþróttaheimi. Áætlað er að rafíþróttaiðnaðurinn muni í fyrsta skipti í ár velta yfir milljarði bandaríkjadala og er talið að hann haldi áfram að stækka næstu árin.

Fjallað verður um framgang mótsins á rafíþróttavef mbl.is.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert