Frekari uppfærslur á New World

Grafík/Amazon Games/New World

Ný uppfærsla á tölvuleiknum New World kemur út í dag og liggja þá rásir niðri en í uppfærslunni verða enn fleiri gloppur og villur lagaðar ásamt því að þróunaraðilar vinna að undirbúning þess að leikmenn geti flutt sig um rás (e. server).

Ýmsar gloppur hafa hrellt leikmenn

Meðal gloppna sem lagaðar verða í nýju uppfærslunni eru vandamál við grafík á hreyfingu persóna en hreyfingarnar áttu það til að hiksta þegar bakpokinn var yfirfullur og þá sérstaklega af timbri.

Leikmenn áttu það einnig til að færast á annan stað af handahófi en einnig kom það undarlega vandamál upp að þegar leikmenn endurholdguðust birtust þeir sem lík en það hefur angrað marga leikmenn.

Veigaminni fjársjóðskistur í vændum

Fjársjóðskistur munu einnig bera færri dýrmæta hluti í einu og jafnvel gætu gæði fjársjóðsins minnkað. Töluvert er um villur og gloppur í leiknum enda er stutt síðan hann var gefinn út. Á vefsíðu New World má sjá lista yfir þær gloppur sem teknar eru fyrir í þessarri nýju uppfærslu.

mbl.is