Electronic Arts endurskoðar nafnið á FIFA leiknum

Gianni Infantino, forseti FIFA.
Gianni Infantino, forseti FIFA. AFP

Í síðustu viku greindi Electronic Arts (EA) frá því að fyrirtækið væri byrjað að kanna möguleikana á því að breyta vörumerki tölvuleiksins FIFA en EA (Electronic Arts) hefur verið í samstarfið með FIFA (Fédération Internationale de Football Association) í tæp þrjátíu ár eða frá árinu 1993.

Vilja fá milljarð á fjögurra ára fresti

FIFA hyggst krefja EA um einn milljarð á fjögurra ára fresti til vegna notkunar á nafninu FIFA en nýr FIFA leikur kemur út á hverju ári frá EA og nýjasti leikurinn, FIFA 22, kom út þann 1.október en nú þegar hafa 9,1 milljónir manns spilað leikinn.

EA munu því að öllum líkindum gefa tölvuleiknum nýtt nafn eins og gefur til kynna í tilkynningu EA en fleiri milljónir eintaka af leiknum hafa verið seld og er því rík tekjulind fyrir EA.

Samkvæmt The New York Times hafa EA og FIFA staðið í samningsviðræðum í það minnsta tvö ár en nú virðist sem svo að EA sé ekki tilbúið að greiða þessar upphæðir til FIFA. Núverandi samningur FIFA við EA er metinn á 150 milljarða fyrir hvert ár.

mbl.is