Hvaða lið mætast í úrslitum í Búkarest?

Mynd frá leikvangi The International 2019.
Mynd frá leikvangi The International 2019. Ljósmynd/TheInternational2019

Heimsmeistaramótið í leiknum Dota 2, TI10, er nú í fullum gangi í Búkarest í Rúmeníu. Er mótið eitt af stærstu rafíþróttaviðburðum í heimi, ásamt heimsmeistaramótinu í League of Legends sem nú fer fram í Laugardalshöll.

Úrslitakeppni heimsmeistaramótsins í Dota 2 hófst þriðjudaginn 12. október eftir að riðlakeppni mótsins lauk. Í riðlakeppninni var keppt í tveimur riðlum þar sem níu lið voru í hvorum riðli, en efstu fjögur liðin í hvorum riðli tryggðu sér sæti í efra leikjatré úrslitakeppninnar. Liðin sem enduðu í 4. - 8. sæti tryggðu sér sæti í neðra leikjatré úrslitakeppninnar.

Hvaða lið mætast í lokaúrslitaviðureigninni?

Þau lið sem nú eftir standa í úrslitakeppninni eru Team Secret, PSG.LGD, Virtus.pro, Team Spirit, T1, Vici Gaming og Invictus Gaming. Liðin Team Secret og PSG.LGD mætast í úrslitaviðureign efra leikjatrés á morgun, en sigurvegari viðureignarinnar tryggir sér sæti í lokaúrslitaviðureigninni. 

Hin fimm liðin keppast um að komast alla leið í úrslitaviðureign neðra leikjatrés, og mæta þar því liði sem tapar úrslitaviðureign efra leikjatrés, annaðhvort Team Secret eða PSG.LGD. Sigurvegari úrslitaviðureignar í neðra leikjatré mætir svo sigurvegara úrslitaviðureignar í efra leikjatré í lokaúrslitaviðureign sem fram fer sunnudaginn 17. október klukkan 10:00.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert