Þrjú lið ósigruð í Vodafonedeildinni

Þór er eitt þriggja liða sem ekki hafa tapað leik …
Þór er eitt þriggja liða sem ekki hafa tapað leik eftir tvær umferðir í Vodafonedeildinni. Grafík/Vodafonedeildin

Tveir leikir fóru fram í Vodafonedeildinni í Counter-Strike:Global Offensive í kvöld. Fylkir og Þór mættust í fyrri leik kvöldsins, en Vallea og Ármann í þeim seinni. Hafa nú tvær umferðir verið spilaðar og sitja Dusty, Þór og XY saman á toppi deildarinnar með tvo sigra.

Á þriðjudaginn mættust Kórdrengir og Fylkir í fyrsta leik annarrar umferðar Vodafonedeildarinnar, og í kjölfarið mættust Dusty og SAGA. Fylkir unnu Kórdrengi í framlengdum leik sem endaði 16-19, og Dusty unnu SAGA 16-10.

Þór ekki tapað leik eftir tvær umferðir

Fylkir og Þór mættust í fyrri leik kvöldsins klukkan, en bæði lið höfðu unnið einn leik fyrir leik kvöldsins.

Þór byrjaði leikinn betur og leiddu 10-5 í fyrri hálfleik. Fylkir hinsvegar byrjaði seinni hálfleikinn betur og náðu að jafna leikinn og koma stöðunni í 11-11. Eftir það gaf Þór hinsvegar í og sigraði allar lotur sem eftir voru og leikurinn endaði með 16-11 sigri Þór. 

Leikmaðurinn ReaN var bestur í liði Þórs í kvöld en Zerq var besti maður vallarins hjá Fylki. Þór hafa spilað tvo leiki og unnið þá báða, en Fylkir hafa nú unnið einn leik og tapað einum.

Ármann náðu sínum fyrsta sigri

Seinni leikur kvöldsins var milli Vallea og Ármann, en bæði lið voru án stiga eftir fyrstu umferð og því fyrstu stig liðanna í boði.

Leikurinn var mjög jafn í byrjun og munaði aðeins einni lotu á liðunum í hálfleik. Byrjun seinni hálfleiks var einnig jöfn, en Ármann tók svo fram úr og setti stöðuna í 14-11. Vallea náðu að klóra í bakkann og koma stöðunni í 13-14, en það var ekki nóg og endaði leikurinn með 16-13 sigri Ármann.

B0ndi var besti leikmaður Ármanns í kvöld en goa7er var bestur í liði Vallea. Ármann náði með sigrunum að næla sér í sín fyrstu stig í deildinni en Vallea eru enn án stiga.

Staða deildar og næstu leikir

Dusty, Þór og XY sitja á toppi deildarinnar eftir tvær umferðir en bæði lið hafa unnið báða sína leiki. Fylkir og Ármann hafa unnið einn leik hvor og sitja í miðri deild, en Kórdrengir, SAGA og Vallea eru enn án stiga í deildinni eftir að hafa tapað báðum sínum leikjum.

Næstu leikir Vodafonedeildarinnar eru næsta þriðjudag en þá hefst þriðja umferð. SAGA og Vallea mætast þá klukkan 20:30 og Þór og Ármann klukkan 21:30. Allir leikir Vodafonedeildarinnar eru sýndir í beinni útsendingu á Twitch rás RÍSÍ og Stöð2 esport.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert