Tíu milljónir eintaka seldar

Grafík/Capcom

Tölvuleikurinn Resident Evil 7: Biohazard er eins og gefur til kynna sjöundi leikurinn í tölvuleikjaseríu frá fyrirtækinu Capcom.

Leikurinn kom út í janúar árið 2017 en hann hefur náð gríðarlegum vinsældum og birti Capcom á Twitter rás sinni nýlega að búið væri að selja rúmlega tíu milljónir eintaka af tölvuleiknum.

Stökkbreyting á myndgæðum

Resident Evil leikjaserían býr að hryllingsleikjum en eru myndgæðin í Resident Evil 7 talsvert betri en í fyrri leikjum þar sem þróunaraðilar vinna með nýrri RE vél sem einnig er kölluð Tunglvélin (e.Moon Engine).

Vélin var upprunalega þróuð fyrir resident Evil 7 af Capcom en hefur fyrirtækið nýtt vélina í fleiri leiki eins og Devil May Cry 5 og Hunter Rise.

Fylgir sögu fyrri leikja

Resident Evil 7 gerist í nútímalegu dreifbýli í Bandaríkjunum eftir dramatísku viðburði sem áttu sér stað í fyrri leikjum seríunnar. Aldursviðmið leiksins er átján ára og er það vegna hryllilegra atburða og ofbeldis sem á sér stað innanleikjar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert