T1 spilaði vel og tryggði sér toppsætið

Lið T1 hefur tryggt sér sæti í úrslitakeppninni á heimsmeistaramótinu …
Lið T1 hefur tryggt sér sæti í úrslitakeppninni á heimsmeistaramótinu í League of Legends eftir að hafa endað í fyrsta sæti B-riðils. Ljósmynd/Riot Games

Riðlakeppnin í heimsmeistaramótinu í League of Legends sem nú fer fram í Laugardal er enn í fullum gangi. Keppni í B-riðili lauk í dag og hafa liðin EDward Gaming og T1 tryggt sér sæti í úrslitakeppninni. Þýðir það að nú hafa fjögur lið eru komin áfram í úrslitakeppnina sem hefst föstudaginn 22. október. 

Liðin DWG Kia og Cloud9 tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni eftir að keppni í A-riðli lauk í gær, en Cloud9 komust áfram eftir að hafa spilað bráðabana.

Seinni umferð C-riðils fer fram á morgun, sunnudag, og kemur þá í ljós hvaða tvö lið verða næst að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni.

1. sæti – T1

Eftir fyrstu umferð hafði T1 unnið tvo leiki og tapað einum og áttu góðan möguleika á að enda í einu af efstu tveimur sætum riðilsins. T1 mætti tvíeflt til leiks í seinni umferð riðlsins sem fram fór í dag og unnu þeir alla sína leiki og enda því á toppi riðilsins. Dagurinn var frábær fyrir lið T1 og hafa þeir tryggt sér sæti í úrslitakeppninni.

2. sæti – EDward Gaming

EDward Gaming fór ósigrað í gegnum fyrri umferð riðlakeppninnar, en þeir töpuðu tveimur leikjum sínum í dag, á móti T1 og 100Thieves. Spilaði liðið vel í fyrri umferðinni en gengi liðiðsins dalaði í seinni umferð. Hafa þeir nú tryggt sér sæti í úrslitakeppninni ásamt T1.

3. sæti – 100Thieves

Lið 100Thieves höfðu aðeins unnið einn leik eftir fyrstu umferð og þurftu því að standa sig vel í dag til að komast í úrslitakeppnina. 100Thieves unnu tvo leiki í dag og töpuðu einum, en var það ekki nógu góð frammistaða til að komast í úrslitakeppnina. Lenda þeir í þriðja sæti í riðlinum og eru því úr leik í mótinu. 

4. sæti – DetonatioN FocusMe

Mótið var DetinatioN FocusMe erfitt, en þeir unnu ekki leik í riðlakeppninni eftir að hafa staðið sig vel í umspilinu. Þeir unnu ekki leik í seinni umferðinni sem var leikin í dag, frekar en í fyrri umferð og er því fjórða sætið staðreynd fyrir lið DetonatioN FocusMe og hafa þeir lokið leik í mótinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert