Royal Never Give Up sigra C-riðil í Laugardalnum

Strákarnir í Royal Never Give Up sáttir eftir að hafa …
Strákarnir í Royal Never Give Up sáttir eftir að hafa lent í fyrsta sæti í C-riðli. Ljósmynd/Riot Games

Heimsmeistaramótið í League of Legends er enn í fullum gangi í Laugardalshöll og hefur nú keppni í þremur riðlum af fjórum klárast. Á morgun fer fram síðari umferð síðasta riðilsins, sem ákvarðar hvaða tvö lið verða þau síðustu til að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni.

Keppt var í C-riðli í dag og er nú ljóst hvaða tvö lið fara áfram í úrslitakeppnina úr þeim riðli. Liðin Royal Never Give Up og Hanwha Life Esports voru í efstu tveimur sætunum eftir keppni dagsins, en bæði lið unnu fjóra leiki og töpuðum tveim í hefðbundinni riðalkeppninni og mættust því í bráðabana sem ákvarðaði hvort liðið yrði í fyrsta sæti.

1. sæti – Royal Never Give Up

Royal Never Give Up var spáð auðveldum sigri í riðlinum, en þeir fóru í gegnum fyrstu umferð riðlakeppninnar án þess að tapa leik. Töpuðu þeir hinsvegar tveimur leikjum í dag og má segja að það hafi komið á óvart. Royal Never Give Up var talið meðal sigurstranglegustu liða mótsins og líklegir að fara alla leið í úrslitaleikinn. Lenda þeir í fyrsta sæti eftir sigur á Hanwha Life Esports í bráðabana C-riðils og tryggja sér sæti í úrslitakeppninnni.

2. sæti – Hanwha Life Esports

Hanwha Life Esports höfðu möguleika á að næla sér í fyrsta sætið er þeir spiluðu bráðabana við Royal Never Give Up. Hanwha Life Esports töpuðu hinsvegar þeim leik og lenda því í öðru sæti riðilsins. Er ljóst að liðið á heima meðal bestu liða heims eftir frábæran árangur þeirra í riðlakeppninni. Hanwha Life Esports er nú komnir áfram í úrslitakeppnina sem hefst á föstudaginn.

3. sæti – PSG Talon

PSG Talon enduðu í þriðja sæti og má segja að þeir hafi valdið vonbrigðum. Þeir lentu í erfiðum riðli með tveimur mjög sterkum liðum sem spiluðu vel mestmegnis af riðlakeppninni. Eru PSG Talon því miður á leið heim og leika ekki meira í mótinu eftir að hafa lent í þriðja sæti C-riðils.

4. sæti – Fnatic

Fnatic lentu í því leiðilega atviki að missa út byrjunarliðsmann sinn degi fyrir mót og hafa hlutirnir ekki gengið þeim í hag síðan þá. Þeir töpuðu öllum leikjum sínum í fyrstu umferð og unnu aðeins einn leik í dag. Leikurinn sem Fnatic vann í dag var leikur þeirra á móti liðinu sem endaði í efsta sæti í riðlinum, Royal Never Give up, og kom það heldur á óvart. Fnatic eru þó úr leik og halda ekki áfram keppni í mótinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert