Helstu tilþrif annarrar umferðar Vodafonedeildarinnar

Vodafonedeildin í Counter-Strike:Global Offensive.
Vodafonedeildin í Counter-Strike:Global Offensive. Grafík/Vodafonedeildin

Önnur umferð Vodafonedeildarinnar kláraðist síðasta föstudag þegar síðari tveir leikir umferðinnar voru spilaðir, en fyrri leikir umferðarinnar fóru fram á þriðjudeginum fyrir viku.

Þriðja umferð Vodafonedeildarinnar hefst í kvöld þegar spilaðir verða tveir leikir. SAGA mæta Vallea klukkan 20:30 og Þór Akureyri mætir Ármann klukkan 21:30. Allir leikir Vodafonedeildarinnar eru sýndir í beinni útsendingu á Twitch rás Rafíþróttasamtaka Íslands og Stöð2 esport.

Þriðjudagurinn

Fyrri leikur síðasta þriðjudags var leikur Kórdrengja og Fylkis, en Dusty og SAGA mættust í þeim síðari. Fylkir og Dusty unnu sína leiki og eru hér helstu tilþrif leikjanna.

Föstudagurinn

Fylkir og Þór Akureyri mættust í fyrri leik föstudagsins, en Vallea og Ármann í þeim síðari. Ármann og Þór Akureyri stóðu uppi sem sigurvegarar á föstudagskvöldinu, en hér má sjá helstu tilþrif beggja leikjanna.

mbl.is