Fastir í Rúmeníu eftir heimsmeistaramót

Flugvöllurinn í Búkarest í Rúmeníu.
Flugvöllurinn í Búkarest í Rúmeníu. Ljósmynd/Adi Coco

Heimsmeistaramótinu í Dota 2 lauk síðustu helgi með sigri rússneska liðsins Team Spirit. Mótið var haldið í Búkarest í Rúmeníu og héldu leikmenn heim á leið í vikunni. Leikmenn frá Filipseyjum hafa þó átt í erfiðleikum með að komast heim vegna heimsfaraldurs.

Komast ekki heim

Á meðan mótinu stóð varð Rúmenía rauðmerkt land hjá Filipsleyjum í tengslum við covid-19, og hafa yfirvöld í Filipseyjum í kjölfarið sett bann á allar ferðir frá Rúmeníu til landsins.

Eric Khor starfsmaður Fnatic greindi frá því á Twitter fyrr í vikunni að leikmenn frá Filipseyjum og starfsmenn sem tóku þátt í mótinu áttu í erfiðleikum með að komast frá landinu, og byður hann í færslu sinni um aðstoð.

Degi síðar greinir hann frá því að tveir leikmenn hafi látið á það reyna að ferðast á annan stað og þaðan til Filipseyja og hafi það borið árangur og séu þessir tveir leikmenn komnir heim án þess að vera stoppaðir. 

Þrír aðrir leikmenn og einn starfsmaður reyndu sömu ferðaleið degi síðar en voru stöðvaðir áður en þeir komust um borð í flugvélina og eru enn fastir í Rúmeníu. 

Engin færlsa hefur komið á Twitter síðu Eric Khor síðan þá, og er óljóst hvort leikmennirnir og starfsmaðurinn hafi komist aftur heim til Filipseyja, eða hvenær þeir komist aftur heim.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert