DWG Kia enn ekki tapað leik

DWG Kia eru komnir í undanúrslit heimsmeistaramótsins í League of …
DWG Kia eru komnir í undanúrslit heimsmeistaramótsins í League of Legends. Ljósmynd/Riot Games

Þriðja viðureign fjórðungsúrslita heimsmeistaramótins í League of Legends var spiluð í dag. DWG Kia sigruðu viðureignina og voru með sigrinum þriðja liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum heimsmeistaramótins.

Aldrei spennandi

DWG Kia mættu MAD Lions í best-af-5 viðureign dagsins. Viðureignin varð aldrei spennandi og fóru DWG Kia létt með MAD Lions og unnu sannfærandi 3-0 sigur í viðureigninni. DWG Kia töpuðu ekki leik í riðlakeppninni, ásamt því að tapa ekki leik í dag, svo eru þeir enn ósigraðir í mótinu og hafa ekki tapað leik.

Liðin þrjú sem hafa tryggt sér sæti í undanúrslitum eru DWG Kia, EDward Gaming og T1. DWG Kia og T1 mætast í seinni undanúrslitaleik sem fer fram á sunnudaginn eftir viku. EDward Gaming mætir sigurvegara viðureignar morgundagsins, en þá mætast Gen.G Esports og Cloud9.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert