Áhorfendur borguðu rafmagnsreikninginn

Sweatcicle og pítsasendillinn í beinu streymi.
Sweatcicle og pítsasendillinn í beinu streymi. Skjáskot/Twitch/Sweatcicle

Twitch-streymirinn Sweatcicle kom pítsusendil á óvart með háu þjórfé sem áhorfendur söfnuðu saman í beinu streymi.

Áhorfendur söfnuðu þjórfé á tveimur mínútum

Sweatcicle var að spila tölvuleikinn Destiny 2 þegar hann ákvað að panta sér pítsu og sagði áhorfendum að þeir höfðu tvær mínútur til þess að taka þátt í söfnun þjórfjár fyrri pítsasendilinn sem kæmi með pítsuna.

Áhorfendur tóku vel í það og var heildarupphæðin sem safnaðist 72 bandarískir dollarar eða rúmar níu þúsund íslenskar krónur.

Borguðu rafmagnsreikninginn

Í myndbandinu hér að ofan er klippa úr streyminu þar sem Sophia, pítsasendillinn, skelfur og þakkar kærlega fyrir sig. Hún segir áhorfendur hafa borgað rafmagnsreikninginn og fer ekki leynt með ánægjuna þegar hún gefur Sweatcicle „five“.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert