Þáttaröðin sköpuð sem ástarbréf

Skjáskot úr stiklu þáttaseríunnar Arcane.
Skjáskot úr stiklu þáttaseríunnar Arcane. Skjáskot/YouTube/Arcane

Streymisveitan Netflix mun sýna frá þáttaröð sem tölvuleikjafyrirtækið Riot Games vinnur að í samstarfi við franskt stúdíó, Fortiche Production.

Hafa beðið frá upphafi Covid

Þáttaserían heitir Arcane og fer í sýningu þann 7.nóvember á Netflix. Hún býr að sjónvarpsefni úr tölvuleiknum League of Legends en áhugamenn leiksins hafa lengi beðið eftir þessarri seríu því hana átti fyrst að sýna árið 2020. Verkefnið dróst á langinn vegna heimsfaraldursins sem reið yfir.

Markar þessi þáttasería upphaf Riot Games í kvikmynda og þáttagerð en Riot Games býr að stærsta áhorfendahópnum í rafíþróttum en tæplega 46 milljón manns horfðu samtímis á heimsmeistaramótið í tölvuleiknum League of Legends árið 2020.

Þáttaserían sköpuð sem ástarbréf

„Arcane var skapað sem ástarbréf til leikmanna okkar og aðdáenda, sem hafa verið að biðja um meira myndefni sem nær dýpra inn í heim hetjanna í League of Legends,“ segir Shauna Spenley, forseti skemmtiefnis Riot Games.

Hér að neðan má horfa á opinbera stiklu úr þáttaröðinni.


 

mbl.is